Home

Nýpurhyrna

This year StudioBua participated in DesignMarch/Hönnunarmars (http://www.icelanddesign.is/DesignMarch/DesignMarch2015/) with an entry on the collaboration with Nýpurhyrna and the planned extension. The exhibition took place in Reykjavík City hall/ Ráðhúsið í Reykjavík from the 12th to the 15th of March.

Sýning mynd

An image from the exhibition in Ráðhúsið, Reykjavík City Hall

Nýpurhyrna is a collection of cultural events in West Iceland, in the rebuilt old farmhouse in Nýp on Skarðsströnd and its vicinity. The aim is to elevate the arts, literature, history and nature of the area, all in close collaboration with local and visiting individuals and organizations. Nýpurhyrna´s aim is to contribute with cultural and artistic projects in order to encourage new work and innovation in the region and beyond. With its varied projects Nýpurhyrna aims to draw attention to the innate quality of the area and its potential. This has been done in a number of ways; through activating sites and places and indicating the untapped potential of the area; by activating buildings which would otherwise have remained empty but have now gained a new purpose (Art Exhibition project Dalir and Hólar), by awakening interest in local cultural heritage (seminars and lectures), through collaboration with locals and outsiders (in the arts, culture and receiving guests) and by encouraging innovation in the use of the local resources (seaweed seminars, growing organic vegetable, sustainable use of wild herbs). One of the key tasks this year is a collaboration with StudioBua to design of an extension to the old house. The newly enlarged building will make it possible to receive a greater number of guests and to host participants of seminars in addition to offering extended stays at Nyp. StudioBua´s design has been developed in close partnership with the owners of Nýp. The new building is in the spirit of the reconstruction of the old house; the design of the new spaces has been developed with great care, from the vibrant render of the exterior to the wrought iron balustrade inside. The design work is based on S. Sumarlidadottir´s MA research project on the architectural heritage of the area which she made in the Technical University in Delft in 2010. The project which will now be built has had time to change and evolve according to the experience of the designers and owners. (scroll down for more about the design in English)

studiobua_exteriornyp

Býlið Nýp/The farm Nýp, Skarðströnd

Nýpurhyrna er viðburðaflétta á sviði lista og fræða sem fer fram að Nýp á Skarðsströnd við Breiðafjörð norðanverðan. Verkefnin eru unnin í samstarfi við einstaklinga og stofnanir, innan héraðs og utan. Markmið Nýpurhyrnu er að efna til verkefna á sviði lista og fræða sem tengjast menningu og náttúrufari við Breiðafjörð og í Dölum og stuðla þannig að því að þessir þættir verði uppspretta nýrra verka og aflgjafi nýsköpunar. Nýpurhyrna hefur með verkefnum sínum leitast við að vekja athygli á gæðum svæðisins og möguleikum þess: Með því að virkja staði og benda á innri möguleika sem svæðið hefur upp að bjóða. Staðir sem annars hafa staðið tómir hafa fengið ný tímabundin hlutverk (myndlistarsýningarnar Dalir og hólar). Athygli hefur verið beint að athyglisverðri menningararfleið staðarins (málþing), komið á samvinnu meðal heimamanna og utanaðkomandi og hvatt til endurhugsunar á nýtingu auðlinda svæðisins (þangnámskeið, lífræn ræktun). Slíkt samtal getur kallað fram nýjar hugmyndir og jafnvel leitt til nýrrar starfsemi og fjölbreyttara atvinnulífs, m.a. framleiðslu úr gæðahráefnum svæðisins þar sem bæði er tekið mið af hefðum og nýjum aðferðum. Slík nýsköpun er jafnframt mikilvæg í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu, sem um leið stuðlar að ríkara atvinnu- og félagslífi fyrir þá sem búsettir eru á svæðinu. Eitt af fyrstu verkefnum næsta árs er viðbygging sem getur tekið á móti fleiri næturgestum. StudioBua hefur hannað viðbygginguna í nánu samstarfi við eigendur Nýpur. Nýja byggingin er í anda endurbyggingar gamla hússins. Þróun rýmis að innan og utan hefur langan aðdraganda, bæði enduruppbygging á innra og ytra byrði. Hún byggist á rannsókn á byggingararfleifð svæðisins í meistaraverkefni Sigrúnar Sumarliðadóttur frá TU Delft. Hún ætti að geta orðið fyrirmynd að uppbyggingu á svipaðri starfsemi víða annars staðar á landinu þar sem unnið er að því að finna eyðibýlum og yfirgefnum byggingum nýtt hlutverk og efla atvinnulíf á viðkomandi stöðum.

studiobua_nyp

Útsýni frá Nýpurhyrnu yfir býlið/The view from Nýpurhyrna mountain over the farm

Gisting á Nýp-viðbygging

Gisting fyrir ferðamenn hófst á Nýp árið 2013, í fyrstu aðeins í tveimur herbergjum. Því var farið hægt af stað en lögð áhersla á gæði. Boðið er upp á morgunverð og einnig  kvöldverð fyrir þá sem óska. Lögð er áhersla á að fá sem mest af hráefni úr héraði, nota lífrænt hráefni í matargerð (brauðgerð á staðnum úr lífrænu korni, kjöt og fiskur úr nágrenni)  þegar það er hægt og byggja á eigin framleiðslu, (grænmeti, te, ber, rabarbari). Ferðamenn eru hvattir til að njóta umhverfisins, fara í gönguferðir um fjall og fjöru og fara fremur skammar dagleiðir en langar (slow tourism).

/Users/sigrunsumarlidadottir/Documents/Smyth Sumarlida Architect

Gestir hafa komið frá Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Noregi, Hvíta Rússlandi,  USA,  Kanada, Bretland, Sviss, Austurríki,  Kína, Póllandi og Finnlandi

Visitors have come from Germany, France, Italy, Spain, Norway, Belarus, USA, Canada, UK, Switzerland, Austria, China, Polland and Finland

Bygging: Býlið Nýp var fjárbú í hundruð ára en steinhús var reist að Nýp árið 1936. Búskapur lagðist þar af á 7. áratug tuttugustu aldar. Húsið stóð autt og opið í tæp 40 ár og fór illa. Árið 2001 hófu nýir eigendur að vinna að endurbótum á húsinu. Frá 2006 hefur verið boðið upp á námskeið, sýningar og fyrirlestra að Nýp í nafni Nýpurhyrnu.

before

Býlið Nýp 2001 fyrir endurbyggingu/The farm before reconstruction in 2001

Verkefnið sem hér er kynnt byggir á útvíkkun á núverandi starfsemi setursins með viðbótum og endurgerð húsakosts. Með breytingunum er stuðlað að því að til verði vettvangur þar sem ólíkir hópar hittast og ný tengslanet verða til sem geta skapað jarðveg fyrir nýjar hugmyndir og tækifæri. Markmið breytinganna er að hægt sé að nýta betur núverandi aðstöðu með breytingum og viðbótum. Eftir þær verður hægt að bjóða upp á margnota rými fyrir sýningar, málþing, námskeið og gistingu fyrir fleiri þátttakendur og ferðamenn. Afstaða viðbygginga á Nýp sækir fyrirmyndir í byggingarlag á svæðinu, þar sem útihús og íbúðahús, gömul og ný, mynda oft klasa. Þessir klasar steinbygginga á svæðinu taka mið af byggingarlagi torfbæjanna (Sjá Melar að Skarðströnd).

melar

Melar að/in Skarðströnd

Þessari sömu formgerð er beitt í mótun nýbygginga og umhverfis til þess að beina athygli að verðmætri arfleifð í byggingalist sem er sýnileg um allt Ísland. Hönnun nýbygginganna er grundvölluð á vistvænni hugmyndafræði, ekki aðeins hvað varðar byggingatækni, heldur byggir hún einnig á rannsóknum á staðsetningu og formum bygginga á svæðinu, sem eiga uppruna sinn í marga alda þekkingu og reynslu af því að búa og vinna/lifa með náttúrunni og umhverfinu.

The building: The farm Nýp was a sheep farm for hundreds of years but a concrete house was built in 1936. The house and its farming was abandoned in the seventies of the last century. The house stood empty for almost 40 years and was badly damaged. In 2001 the new owners started working on the renovation. From 2006 courses, exhibitions and lectures have been held there in the name of the association Nýpurhyrna. The project that is introduced here is based on the expansion of the current activities with additions and transformation of the spaces. The focus is on a more efficient use of the existing spaces and a necessary expansion. After the transformation these will enable the association to offer a more convenient facility for its activities. The placement of the new volumes looks to the existing farmhouses in the area where residential housing, barns and stables form clusters. The prototype of these clusters of concrete are the old turfhouses, the first built forms in Iceland (see Melar in Skarðströnd above). We used this same logic in the forming of the addition. Both because this is a very matter-of-fact methodology but also to give a nod to the surrounding built environment. Although often un-loved and in decay, these concrete farm buildings are a valuable component of the Icelandic cultural landscape and are visible all over the country.

The redevelopment of the old farmhouse called for additional bedrooms (participants to activities can stay overnight and more paying guests can stay in the summer) and some practical, flexible spaces such as a small studio and a workshop/maintenance room. Adjacent to the main farmhouse there is an old barn that has been used as storage for building materials. Last summer a rather large greenhouse/storage was erected that will take over that function and so the barn was incorporated into the new plans. The existing concrete walls that still have some carrying capacity will be retained while others that are about to crumble will be let go. The proposed addition embraces the old and keeps within the site lines set out by the old farmhouse. The extension is single storey and cearly defined as an addition so as not to impose on the dignified old house or alter its character – rather it complements it, like a new family member, different but the same.

The old barn is a simple concrete structure painted with black coal tar. We propose to repair the structural concrete where possible and to finish the exterior in the same brush-applied tar. A new lightweight timber roof will be added and clad in corrugated aluminium to match the existing house. In addition to the refurbished barn, a completely new, timber-framed volume will be added to the rear, again clad in aluminium. As with the first stage of the redevelopment, the extension will be self-built, with the owners calling in help from local farmers and friends. All aspects of the design will therefore be simply detailed, and use techniques already tested in the refurbishment of the farmhouse. Where possible materials will be sourced from the locality – we are particularly excited about the use of timber from Iceland’s managed forestries and floortiles made from clay found at Nýp and fired in the on-site kiln. The owners have been collecting building materials for several years, including a large number of old panelled doors. We hope to incorporate as many of these ‘found’ materials as possible into the new structure, in-line with the rural tradition of re-use and make-do. 

The design and transformation of the area is based on sustainable principles, not only the construction but also the placement of volumes, orientation and organisation. This incorporates the research into the traditional built landscape in the environment which originates from centuries of experience of living and working with nature and the surroundings.

http://www.nyp.is

http://www.studiobua.com

H:1503_Nypdokumentersite plan_shadows(1) Layout2 (1)

Site plan showing recent forest planting, dotted area

model

Model of Nýp with the extension

\lmr.localhomefolderssDocumentsNYPRevit15.02 - Sheet - A3

Plan of existing (walls in light grey) and new extension (walls in dark grey)

\lmr.localhomefolderssDocumentsNYPRevit15.02 - Sheet - A3

Facade northwest

\lmr.localhomefolderssDocumentsNYPRevit15.02 - Sheet - A3

Facade northeast

\lmr.localhomefolderssDocumentsNYPRevit15.02 - Sheet - A3

Facade southeast

\lmr.localhomefolderssDocumentsNYPRevit15.02 - Sheet - A3

Facade southwest

energy-1

Energy scenario 1

A micro-hydro plant is used in the local river that converts the flow of water into electrical energy. A turbine can be fully immersed in water and can be used with flowing water as opposed to falling water.  The flowing water rotates the turbine’s blades with no effects on flora or fauna of the river Nypurá. Here, water flows all year and gives a continuous supply of water so that the generator of the micro-hydro always delivers power.  A regulator manages energy flows, optimising the use of power from the water source (power in) in relation with different possible destinations (power out); such as local use, or feeding the national network. The power inverter changes direct current (DC) from the generator to alternating current (AC).  AC is the form in which electric power is delivered to users by national power distribution systems.

energy-2

Energy scenario 2

A micro-wind plant and photovoltaic modules are combined and used in order to cope with changing and uncertain conditions  such as sun and wind. The micro-wind plant converts wind flow into electrical energy and can cope with strong winds; the photovoltaic modules convert light into electrical energy (DC) and can absorb sun light from all angles. A regulator manages energy flows optimising the use of power from the water source (power in ) in relation with different possible destinations (power out) such as; local use, storing the batteries and feeding the national network. Supply from the electricity network is necessary when batteries are low. The power inverter changes the direct current (DC) from the micro-wind plant, the photovoltaic modules and the batteries to alternating current (AC). AC is the form in which electric power is delivered to users by national power distribution systems.

dalabyggdfinal copy

Virkir staðir í Dalabyggð í samvinnu við Nýpurhyrnu/Places activated in Dalabyggð in collaboration with Nýpurhyrna (marked with hatches); Nýp á Skarðsströnd, Ytri Fagridalur Skarðsströnd, Röðull Skarðsströnd, Tindar Skarðsströnd, Skarðsstöð Skarðsströnd, malragrús í landi Tjaldaness, Salthólmavík Saurbæ, Tjarnarlundur Saurbæ, Staðarhóll Saurbæ, Króksfjarðarnes Reykhólasveit, Vogaland Reykhólasveit, Grettislaug Reykhólum, Saltverk Reykhólum, Hlunnindasafnið Reykhólum, Bátasafn Breiðafjarðar, Ólafsdalur við Gilsfjörð, Minjasafn Dalamanna, Sauðfjársetrið Ströndum

Magnus Pals

Dalir og hólar 2008, Magnús Pálsson

Myndlistasýningarnar Dalir og Hólar

Markmiðið er hvort tveggja í senn: Að bjóða upp á listviðburði sem tengjast aðstæðum, menningu, sögu, mannlífi, náttúru og umhverfi við Breiðafjörð og fara með gestum og heimamönnum í ferðalag/ratleik um nokkra staði. Sýningarnar hafa verið haldnar í Dalabyggð og Reykhólasveit. Sýningarstaðirnir hafa verið hús í notkun, húsarústir eða tóm hús, eyðibýli eða tiltekin svæði. Sýningar hafa verið skipulagðar og unnar í samvinnu við Ólafsdalsfélagið, bændur, leikmenn og menningarstofnanir á Vestfjörðum og Vesturlandi. Aðilar að sýningunum hafa einnig verið m.a.: Sauðfjársetrið á Ströndum, Minjasafn Dalamanna að Laugum í Sælingsdal, Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, Grettislaug Reykhólum, Hlunnindasafnið Reykhólum. Sýningarnar hafa oftast verið studdar af Menningarráði Vesturlands og Menningarráði Vestfjarða, auk fleiri aðila.

Solv. Adalst

Dalir og hólar 2008, Sólveig Aðalsteinsdóttir

Dalir og hólar  2008: Verk eftir Eric Hattan, Hrein Friðfinnsson, Kristinn G. Harðarson, Magnús Pálsson, Sigurð Guðjónsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, Þóru Sigurðardóttur.  Sýningarstjórn Sólveig Aðalsteinsdóttir og Kristinn G. Harðarson.

Dalir og hólar 2009/ handverk: Verk eftir Ásdísi Thoroddsen, Hafstein Aðalsteinsson og Aðalstein Valdimarsson, Guðjón Ketilsson, Guðjón Kristinsson og Rúnar Karlsson, Hannes Lárusson, Hildi Bjarnadóttur, Hlyn Helgason, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, Unnar Örn og Þóru Sigurðardóttur. Sýningarstjórn Hildur Bjarnadóttir og Þóra Sigurðardóttir.

Dalir og hólar 2010/Ferðateikningar: Verk eftir: Önnu Guðjónsdóttur, Anne Thorseth, Dagbjörtu Drífu Thorlacius, Helga Þorgils Friðjónsson, Kristinn G. Harðarson, Kristínu Rúnarsdóttur, Þorra Hringsson. Sýningarstjórn: Þóra Sigurðardóttir og Kristinn G. Harðarson.

Dalir og hólar 2012/FERÐ: Verk eftir: Cai Ulrich von Platen, Ingu Þóreyju Jóhannsdóttir, Einar Garibalda Eiríksson, Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Ólaf S. Gíslason. Sýningarstjórn: Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir.

Dalir og hólar 2014/LITUR: Verk eftir: Bjarka Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Loga Bjarnason og Tuma Magnússon. Sýningarstjórn: Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir.

http://www.dalirogholar.nyp.is

DH1

Dalir og hólar 2014, Gerd Tinglum

Sumarsmiðjur fyrir grunnskólabörn

Sumarsmiðja júlí 2006: Samstarf Nýpurhyrnu, Grunnskólans í Tjarnarlundi í Saurbæ í Dalabyggð og barnadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík. Unnið var með byggingar manna og dýra, náttúrufræði – skuggaleik og fantasíu. Farið í vettvangs- og rannsóknarferðir, teiknað og skoðað manngert umhverfi og náttúrulegt, m.a. grindur/byggingar í líkömum plantna, skordýra og bygginga nær og fjær.

sumarsmiða skuggar

Sumarsmiðjan 2006

sumarsmiðja

Sumarsmiðjan 2007

Sumarmiðja júlí 2007: Sömu aðstandendur. Viðfangsefni: Jörð, hljóð, vindur. Skoðaðir hljóðheimar umhverfis og hversdagslegra hluta, teiknuð og búin til hljóðfæri úr margskonar efnivið og kannaður hljómur hlutanna með ýmsum hætti, m.a. með hjálp vindsins. Ýmiskonar efni og hráefni úr umhverfinu varð innblástur, ásamt myndum/textum um hljóð og hljóðfæri.

Samvinna við Myndlistarskólann í Reykjavík

2006. Ofnbygginganámskeið og tilraunasmiðja með Dalaleir og íslensk jarðefni: Námskeið í byggingu keramík-eldofns og tilraunasmiðja með Dalaleir og íslensk jarðefni. Ofninn byggður á fjórum dögum og hefur verið reglulega í notkun síðan.

2007- 08. Tilraunasmiðja með Dalaleir og íslensk jarðefni: Unnið með íslensk jarðefni og Dalaleir. Tilraunsmiðja haldin að Nýp, þar sem unnið var að könnunum á möguleikum íslenskra jarðefna í glerungagerð. Innlent og erlent fagfólk tók þátt.

keramikk2

Verkstæði myndlistarmanna og hönnuða/Workshop for artists and designers

keramikk1

35 mjólkurkönnur í eldbrennslu/35 milkpots in the kiln

2011-2014. Keramíkvettvangur og keramíkbrennsla í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík: Nemendum hefur verið kynnt saga, náttúra og umhverfi Nýpur, leirinn í jarðlögum og nýting hans. Jafnframt hafa þeir fengið innsýn í leirbrennslu í eldofninum og skoðað dæmi um brennslu. Þá hafa lengra komnir nemendur komið reglulega og brennt glerunga, fyrst og fremst úr íslenskum jarðefnum.

Hönnuðir/myndlistarmenn; keramíkbrennsla

September 2012.  Keramíkbrennsla: Verkstæði myndlistarmanna og hönnuða. Unnið með Dalaleir og íslensk jarðefni sem glerunga.

Október 2013  Keramíkbrennsla: Ólöf Erla Bjarnadóttir keramíkhönnuður brenndi glerunga fyrir  35 mjólkurkönnur í eldbrennslu.

/Users/sigrunsumarlidadottir/Documents/Smyth Sumarlida Architect

Þáttakendur hafa komið frá Íslandi, Finnlandi, Danmörku, Noregs, Eistlandi, Írlandi, Skotland, Japan.

Participants have come from Iceland, Finland, Denmark, Norway, Estonia, Ireland, Scotland and Japan.

Málþing og fyrirlestrar/svæðistengd saga:

Með fyrirlestrahaldi er athygli vakin á margbreytilegri sögu Breiðafjarðar. Það er gert til þess að sýna fram á hvað þetta svæði hefur haft fram að færa í menningarlegu tilliti og hversu breytileg staða þess hefur verið, allt frá því að vera miðlæg til þess að vera fjarlægt jaðarsvæði í vitund margra.

29. júlí 2006. Ævisögur við Breiðafjörð frá 19. öld: Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur og Ólafur Hannibalsson, rithöfundur fluttu erindi.

28. júlí 2007. Stefán frá Hvítadal: Málþing að Nýp í tilefni af því að 120 ár voru liðin frá fæðingu skáldsins. Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Andrea Harðardóttir sagnfræðingur og Ingunn Ásdísardóttir leikstjóri sáu um dagskrána.

25. júlí 2009.  Mulier Spectabilis: Helga Kress prófessor fjallaði um Ólöfu Loftsdóttur, sem þekkt er sem Ólöf ríka á Skarði (1410-79).

fyrirlestur2

Fyrirlestrar að Nýp/Lectures at Nýp, Mulier Spectabilis

fyrirlestur

Fyrirlestrar að Nýp, Ævintýri við Breiðafjörð/ Lectures at Nýp, Fairytales at Breiðafjörð Fjord

3. júlí  2011. Ævintýri við Breiðafjörð: Aðalheiður Guðmundsdóttir aðjunkt í þjóðfræði fjallaði um ævintýri við Breiðafjörð og í Dölum – og fólkið sem sagði þau á 19. öld.

19. ágúst 2012. Ævisaga Guðbrandar Vigfússonar: Dr. Einar G. Pétursson, rannsóknaprófessor emeritus, fjallaði um Guðbrand Vigfússon (1827-1889) málfræðing og textafræðing frá Litla-Galtardal á Fellsströnd.

Júlí 2013. Landeigendur og héraðsvöld á 15. öld: Dr. Sverrir Jakobsson fjallaði um sögu Breiðafjarðarsvæðisins á 15. öld í tengslum við rannsóknarverkefnið Saga Breiðafjarðar.

studiobua_nypbeach

Nýp og/and Nýpurhyrna

Tónlist

4. júlí 2005. Stofutónleikar  Hljómsveitin Amiina að Nýp: Tónleikarnir eru fyrsti menningarviðburðurinn að Nýp.

September 2007. 120 ár frá fæðingu Stefáns frá Hvítadal: Tónlistardagskrá í Staðarhólskirkju í Saurbæ í Dalabyggð. Nýpurhyrna í samstarfi við Grunnskólann Tjarnarlundi og sönghópinn Vorsól.

September 2007. Steinn Steinar, 100 ár: Dagskrá í Tjarnarlundi í Saurbæ. Frumflutt tónverk Snorra Sigfúsar Birgissonar, „Kveld við Breiðafjörð“. Samið út frá  ljóðum Steins Steinarr.

LayLow

Stofutónleikar að Nýp, Lay Low og Agnes 2014/Livingroom concerts at Nýp, Lay Low and Agnes

Ágúst  2012. Stofutónleikar Moses Hightower að Nýp

Júlí 2014. Stofutónleikar Lay Low og Agnesar að Nýp

Náttúra/atburðir

19. júní 2011. Dagur hinna villtu blóma á Skarðsströnd: Efnt til göngu og plöntugreiningar á Degi hinna villtu blóma. Gengið frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd að Nýp.

17. júní 2012. Dagur hinna villtu blóma: Genginn fjallvegur frá Ytri Fagradal að Nýp. Boðið upp á jurtate að göngu lokinni.

Júní 2012. Hjólahópur: Á vegum Út-Vest (http://www.gowest.is/)  kom að Nýp. Leiðsögn um staðinn.

2012-2014. Ýmsir gönguhópar að Nýp: Boðið upp á leiðsögn, rætt um endurbyggingu staðarins, leirbrennslu og nýtingu Dalaleirs.

studiobua_purple

Dagur hinna villtu blóma Skarðströnd/The day of the wildflower at Skarðströnd

smalar

Smalamennska með bændum í Ytri Fagradal/Farmers and friends herding sheep in Ytri Fagridal

Námskeið um mat og hráefni svæðisins

Hér er lögð áhersla á að vinna með hráefni frá svæðinu, einkum frá lífrænni framleiðslu, hlunnindabúskap og beint frá býli. Það er síðan tengt við nýjungar í matargerð af margvíslegum toga.

Matarkistan Breiðafjörður 2008: Nýpurhyrna í samstarfi við félagið Matur-Saga-Menning, Ferðafélag Íslands og bændur í Ytri Fagradal á Skarðsströnd og að Stað á Reykjanesi. Gönguferðir við Breiðafjörð og matarheimsóknir til bændanna þar sem boðið var upp á framleiðslu svæðisins; fugl, fisk, kjöt, lífrænt ræktað grænmeti og krydd, nýtínd ber og jurtir, söl og fjallagrös. Verkefnisstjóri Laufey Steingrímsdóttir matvælafræðingur.

Námskeið og grænmetisgarðar fyrir Ólafsdalsfélagið: Nýpurhyrna hefur haft umsjón með starfsemi í Ólafsdal fyrir Ólafsdalsfélagið, m.a. skipulag námskeiða, umsjón með sýningum, gestamóttöku og leiðsögn, og umsjón með ræktun vottaðs lífræns grænmetis og kryddjurta í Ólafsdal.

Námskeið voru m.a.:

2011 Grænmeti og góðmeti í Ólafsdal.

2011 Sölvafjara, sushi og Slow Food.

2011 Grjót- og torfhleðsla í Ólafsdal.

2012 Sölvafjara, sushi og Slow Food.

2012 Eyðibýli og tóm hús á Vesturlandi.

2012 Sápur og sápugerð.

2013 Slow Food, súrsun grænmetis og aðrar varðveisluaðferðir, haldið í Ólafsdal

Gardurinn 17 juli 2011

Lífræn ræktun í Ólafsdal/Organic vegetables in Ólafsdal

studiobua_rhubarb

Lífræn ræktun matjurta að Nýp/Organic kitchen garden at Nýp

dinner

Námskeið um keramikofnbyggingu 2006/The feast after the kiln building course in 2006

kuniko

Kuniko Ibayashi námskeið að Nýp/Kuniko Ibayashi at the seaweed cooking course, 2014

Saltholmavik

Karl Gunnarsson sjávarlífræðingur, námskeið um söl og þara/Marine Biologist Karl Gunnarsson at the seaweed course, 2014

þang3

Námskeið að Nýp: Söl, þari og japönsk matargerðarlist við Breiðafjörð 2014

Japanski matgæðingurinn Kuniko Ibayashi kynnti heim japanskrar matargerðar. Matreiðsla Kuniko felur í sér kjarnann í upplifuninni UMAMI. Sú reynsla fæst þegar fersku gæðahráefni viðkomandi staðar er blandað í réttum hlutföllum við sjávarþörunga. Karl Gunnarsson sjávarlíffræðingur leiðbeindi um þörunga- og sölvatínslu og fræddi þátttakendur um veröld þörunga, eiginleika og umhverfi http://nyp.is/seaweed/

þang uppskrift

Sautéed Wakame & Roasted Sesame Seeds

1. Soak the dried wakame in cold water until it opens and the middle part is soft, remove, drain and slice into 2 cm pieces

2. sauté the ginger with 1 tablespoon of olive oil in a sauce pan

3. when the aroma emerges drop in the wakame

4. add broth, soy sauce, salt

5. simmer medium heat for 15 minutes

6. turn off the heat and let it sit

7. before serving reheat with high heat

8. reduce sauce to 70%

9. roast sesame seeds with low heat until golden

10. sprinkle sesame seeds on top before serving

INGREDIENTS

fresh dulse, 4 cups, about 250 grams

SEASONING

Ginger

10 thin slices, finely shredded

Olive oil 2 tablespoons

Tamari soy sauce 2 tablespoons

Bonito broth 1½ cups

Sea salt teaspoon

Raw sesame seeds 1 tablespoon

Notes:

This dish can be prepared 3 or 4 days before serving – just remember to add the sesame seeds only at the last moment.

serves 4 – 5

þang

Sölin þurrkuð/Drying the seaweed

Crunchy Roasted Fresh Dulse

1. wash the dulse slowly and gently in cold water, lay flat on a cloth to dry

2. prepare seasoning in a mixing bowl add dulse and coat with seasoning lay the seaweed on an oven pan

3. pre-heat oven to medium high heat for 5 minutes, bake the dulse for 5 minutes take out, remove excess water with a paper towel put back in oven for 5 more minutes turn and check the dulse frequently bake until crunchy, remove to cool down

INGREDIENTS

Fresh dulse

SEASONING

Olive oil 1 teaspoon

Sea salt teaspoon

Tamari soy sauce teaspoon

Cumin ½ teaspoon

Yuzu pepper* teaspoon

Crunchy dulse flakes are delicious when crumbled by hand and sprinkled over a portion of rice. Please read the notes about preparing rice. Dulse can be substituted with other seaweeds

for crunchy roasting. It can be stored for months

in an air tight container.

* A yuzu pepper substitute can be made by

blending lemon zests with black pepper.

serves 4 – 5

Leave a comment